Fréttir

Kynning á fyrir­huguðum Sæbrautar­stokk

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Sæbrautarstokk og tengdar deiliskipulagsáætlanir. Sæbrautarstokkur er í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 og ein af lykilframkvæmdum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að framkvæmdir við stokkinn hefjist árið 2027 og verði lokið árið 2030.

Nokkrar bílategundir fá hæstu einkunn hjá Euro NCAP

Euro NCAP hefur árekstrarprófað 16 nýjar bílategundir. Nokkrir þeirra fá hæstu einkunn, fimm stjörnur, þar á meðal Audi A5 og Q5, Volkswagen Tayron, MG S5, Tesla Model 3 og Toyota C-HR. Einnig fær Kia EV3 fimm stjörnur, en aðeins ef hann er búinn öryggispakka sem er fáanlegur á Evrópumarkaði. Annars eru það fjórar stjörnur sem gilda.

Eldri borgarar vilja gjaldfrelsi í miðbæ Akureyrar

Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra og bæjarlögmanni að skoða ósk sem fram kom í öldungaráði Akureyrarbæjar um gjaldfrjáls bílastæði fyrir eldri borgara í miðbænum að því er fram kemur á vefnum akureyri.net.

Fjárframlög til viðhalds hafa lengi verið of lág og er sú innviðaskuld orðin töluverð

Und­an­farið hef­ur orðið vart við bik­blæðing­ar á veg­um. Hlý­indi og mik­ill hiti und­an­farna daga hafa haft áhrif á yf­ir­borð klæðninga á veg­um lands­ins, sem get­ur orðið að veru­legu vanda­máli fyr­ir öku­menn.

BYD hyggst setja á fót evrópskar höfuðstöðvar í Ungverjalandi

Kínverski bílaframleiðandinn BYD er stórhuga í markmiðum sínum en markviss stefna fyrirtækisins er að verða leiðandi rafbílaframleiðandi í Evrópu. Nú halda áformin áfram með nýjum höfuðstöðvum í Evrópu.

Göngu­brú á Sæbraut var sett upp í nótt

Umfangsmiklar lokanir voru á hluta Sæbrautar frá kl. 22 í gærkvöldi þegar ný göngu- og hjólabrú var hífð upp í heilu lagi og komið fyrir á stigahúsum sem reist hafði verið við Dugguvog og Snekkjuvog. Samtímis voru settar upp hæðarslár sitt hvoru megin við nýju brúna þar sem hæðin er takmörkuð við 4,8 metra og verður það framvegis. Vinnan fór fram að næturlagi til að hafa sem minnst áhrif á umferð. Opnað var aftur fyrir umferð á þessum kafla kl. 6 í morgun.

Brunar í rafbílum sjaldgæfir í Svíþjóð

Rafhlöðuknúnum bílum fjölgar stöðugt á vegunum í Svíþjóð en fjöldi brunatilvika eykst alls ekki jafn hratt. Fram kemur í skýrslu MSB ,sænsku almannavarnarstofnunarinnar, að mjög mikilvægt sé að hlaða rafhlöður á öruggan hátt.

Bikblæðingar víða á landinu

Vegagerðin biður bílstjóra um að sýna aðgát á vegum landsins vegna bikblæðinga. Hitabylgjan á landinu veldur því að víða er malbikið að losna.

FÍB kynnir nýja ásýnd og fréttavef – opið hús í dag!

Í dag eru tímamót hjá FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, þegar félagið kynnir nýtt útlit og endurnýjað kennimerki (lógó) sem endurspeglar nútímalegri og kraftmeiri ásýnd. Um leið fer í loftið nýr og glæsilegur fréttavefur félagsins: FÍB Fréttir – www.fibfrettir.is.

Nýskráningar 35.5% meiri en á sama tíma í fyrra

Hægst hefur aðeins á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum eftir mikla uppsveiflu á fyrstu mánuðum ársins. Nýskráningar það sem af er árinu eru engu að síður 35,5% meiri en á sama tíma í fyrra. Alls eru nýskráningar 4.310 á fyrstu 17 vikum ársins en til samanburðar voru þær 3.180 á sama tíma í fyrra.